Hop til indholdet.

Nýjustu fréttir frá gluggaframleiðandanum Idealcombi

Ágætu viðskiptamenn og aðrir vinir Idealcombi

Nýjustu fréttir frá Idealcombi eru þær, að þrátt fyrir COVID-19 faraldurinn, þá eru allir í verksmiðju okkar á Vestur Jótlandi frískir og framleiðslan keyrir á fullum krafti.

Fyrir ykkur, viðskiptamenn og vini á Íslandi þýðir það að þið hafið fullan aðgang að tæknilegum upplýsingum og ráðgjöf hjá mér varðandi verkefni sem að þið eruð með í vinnslu.
Einnig fáið þið hraða meðhöndlun tilboða og pantana, ásamt afhendingu eininga á tilsettum tíma.

Ertu með spennandi verkefni og vantar gott verð í góða glugga, þá endilega sendu mér gögn eða hafðu samband.
Einnig er mögulegt að bóka með mér Skype-fund ef að þú skyldir óska þess.

Heyri vonandi frá þér sem fyrst.

Með kveðju
Erlendur Hermannssin

Telefon +45 40144731
E-mail: ENH@idealcombi.dk

 

Idealcombi - Gluggar og hurðir fyrir Íslenskar aðstæður!

Idealcombi var stofnað í Danmörku árið 1973 og hefur ávallt síðan verið leiðandi í þróun nýjunga og lausna í glugga-og hurða-iðnaðinum.

Það nýjasta í okkar þróun er að framleiða glugga og hurðir úr áli/tré/pur (pólýúretan).

Gæðin í fyrirrúmi
Idealcombi er eini gluggaframleiðandi í heiminum sem framleiðir glugga sambyggða úr tré að innanverðu, háeinangrandi PUR-kjarna og áli að utanverðu.

Íslenskur söluráðgjafi hjá Idealcombi

Erlendur Hermannsson sem er menntaður Byggingafræðingur býr yfir 25 ára reynslu við sölu glugga og hurða á Íslandi.

Erlendur hefur starfað hjá Idealcombi síðastliðin 17 ár sem tæknilegur söluráðgjafi.

Erlendur er ávallt reiðubúin til að veita íslenskum viðskiptavinum faglega ráðgjöf og þjónustu.

Hafið samband við Erlend:
E-mail: ENH@idealcombi.dk

Mobile: (+45) 40 14 47 31

Brautryðjandi nýsköpun

Árið 1988 gjörbylti idealcombi gluggamarkaðnum. Þá hófum við fyrstir allra að framleiða ál/tré-glugga. Og nú erum við aftur á ferðinni með nýja brautryðjandi karmgerð sem eykur sjálfbærni í gluggaframleiðslu.

 

Það hefur alla tíð verið sjálfsagt og eðlilegt fyrir okkur að þróa stöðugt okkar framleiðslu. Að reyna ávallt að gera aðeins betur.

Það var einmitt þess vegna að við vorum fyrstir allra til að framleiða ál/tré-gluggann.

Sökum  áræðni og faglegrar  kunnáttu okkar, þá höfum við enn einu sinni betrumbætt veikasta hluta karmsinns sem er sjálft karmfalsið.

Falsið er sá hluti gluggans sem að við venjulega köllum „blauta hluta karmsinns“ þar sem að raki og regnvatn geta safnast saman, sérstaklega í botnfalsið og getur síðan breiðst þaðan inn í tréhluta karmsinns og valdið fúa og skemmdum.

 

 

Idealcombi hefur nú hannað brautryðjandi karmgerð, sjálfbæra nýjung sem ekki aðeins gerir gluggann óforgengilegan í blauta hlutanum, heldur samtímis eyðir hættu á myndun kuldabrúar á milli ál og tré-hluta karmsinns.

Þessa nýsköpun köllum við „IdealCore“  Frábær kjarni þar sem að falsið er óforgengilegt, steypt úr massívu háeinangrandi polyurethan efni, PUR.

Okkur hefur tekist með óteljandi prófunum og þróun að framleiða karmgerð sem að setur okkur í forystu þegar um er að ræða einangrun og sjálfbærni.

Ný kynslóð glugga sem  passar í allar gerðir bygginga, bæði í nýbyggingar og við endurnýjun eldri bygginga.

Sjálfbær ávinningur

Við fyrstu sýn minnir efnið á plast, en hitaeinungrunnar-eiginleikar efnisinns eru frábærir með Lambdagildi 0,074 W/m2K.  Idealcore eykur þar með einangrunargildi gluggans verulega og lágt u-gildi er til gagns bæði hvað varðar upphitun og vistvæni.

Þar sem að Idealcore er massívur kjarni án spora fyrir lamir ofl. og án drengata, þá safnast síður saman óhreinindi í falsinu. Þetta er með til að lengja líftíma gluggans og þar með minnkar kostnaður vegna viðhalds og endurnýjunar.

 

 

 

Framtíðar gluggi

Í gegnum tíðina höfum við þróað mismunandi karmgerðir í leit af lausn sem að leysir það sem að við köllum „hinar 4 áskoranir“ vatn, kuldi, óhreinindi og endurnýjun. Nú hefur þróunarteymi okkar einmitt tekist að skap nýja og byltingarkennda lausn með háeinangrandi og óforgengilegu efni í karmfalsinu.

Við köllum þessa nýsköpun „Idealcore“  frábær kjarni sem umfram allar aðrar karmgerðir leysir allar „hinar 4 áskoranir“ samtímis.

 

  1. Betri ending

Háeinangrandi PUR er óforgengilegt. Þéttsteypta falsið er ákjósanlegt við hinar ýmsu aðstæður sem geta skapast þegar að vatn og raki safnast saman.  Glugginn endist í allt að 70 ár með réttu og reglulegu viðhaldi.

2. Minna hitatap

Háeinangrandi PUR er með Lambdagildi 0,074 W/m2K. Það hindrar að kuldi færist frá ytri hluta karms til innri hluta karmsinns. Þar af leiðandi er Idealcore frábær nýjung í framtíðar gluggaframleiðslu.

 

3. Auðveld þrif.

Idealcore falsið er massívt og slétt. Það eru engin drengöt eða rásir fyrir lamir ofl.  Sem sagt slétt fals sem auðvelt er að halda hreinu.

4. Óþarft að skifta um gluggakarm

Þar sem að falshluti kramsins er óforgengilegur þá lengist líftími karmsins verulega. Það þarf þess vegna ekki að skipta um sjálfan karminn þó að aðrir hlutar gluggans sé endurnýjaðir eftir óskum, svo sem opnanleg fög, gler, þéttingar og lokunarbúnaður.

Leiðin að fullkominni lausn

Okkur hjá Idealcombi finnst  „nógu gott“ ekki nægilega gott.

Við leitum stöðugt að betri lausnum við þróun glugga, til þess eins að gera gott enn betra. Þess vegna hefur athygli okkar ávallt beinst að veikasta hluta gluggans sem er karmurinn og karmfalsið.

Karmfals úr tré

Fyrsta framleiðsla okkar 1973, þá var karmur og fals úr tré.

Kostir:
Einföld framleiðsla
Náttúrulegt efni.

Ókostir:
Hætta á myndun fúa vegna rakamyndunnar og bleytu í falsi.
Krefst reglulegrar málningar að utanverðu.
Krefst reglulegrar málningar í falsi.

 

Karmfals úr áli

Þegar að við hófum framleiðslu á Combi Frame ál/tré glugganum árið 1988 var falsið úr áli.

Kostir:
Óforgengilegt efni í blauta hlutanum. (falsi)
Auðvelt viðhald
Óþarfi að mála.

Ókostir:
Kuldabrú á milli álfals og trékarms.
Möguleiki á rakamyndun á innanverðu gleri.

Karmfals úr komposit

Til að leysa vandan vegna myndunnar kuldabrúar breyttist karmfals úr áli í komposit efni.

Kostir:
Efni í falsi óforgengilegt.
Minnkun á myndun kuldabrúar.

Ókostir:
Drengöt sem áttu til að stíflast í botnfalsi.
Þétting inndregin frá útbrún karms.

Karmfals úr PUR

Með tilkomu Idealcore hefur þróunardeild okkar fundið „Lausnina“

Kostir:
Óforgengilegt efni.
Massívt efni
Háeinangrandi efni
Sléttir fletir.
100% vatns-og rakaþétt
Ekkert viðhald.

Ókostir:
Dýrari í framleiðslu en aðrar karmgerðir.

Nýjustu fréttir!

Lesið grein í Danska fagblaðinu Building Supply um söluárangur okkar á Íslandi.

Lesið fréttina hér

Idealcombi hefur 17 ára reynslu í sölu glugga og hurða á Íslandi

Ísland, þar sem veðráttan er áhrifavaldur! 

Veðurfar á Íslandi býður uppá mikinn vindhraða, lágt hitastig, snjó og regn… í stuttu máli sagt, veðurfar þar sem yrsta klæðning bygginga þarf að þola mikið álag auk þess að líta vel út 
Við teljum að einmitt þessi atriði eigi stóran þátt í því að Idealcombi hefur áunnið sér stóra markaðshlutdeild á Íslandi.

Idealcombi framleiðir 5 mismunandi gerðir glugga og hurða. Allar gerðirnar eru hannaðar úr hágæða efnum og fást í mismunandi karmþykktum, 122 mm, 149 mm, 175 mm og 210 mm. Mismunur á gerðum fellst aðallega í útliti og opnunarmöguleikum.

Við aðstoðum gjarnan við val lausna við hönnun bygginga og vegna kaupa á gluggum/ hurðum. 
Idealcombi veitir ábyrga ráðgjöf við val lausna og býður uppá dönsku-og enskumælandi söluráðgjöf ásamt íslensku mælandi þjónustu frá Erlendi Hermannssyni söluráðgjafa fyrir íslenskan markað.

Helstu kostir við háeinangrandi PUR:
•    Góð hitaeinangrun
•    Engin kuldabrú
•    Mikill styrkur
•    Viðhaldsfrítt
•    Auðveld þrif
•    Frábær ending
•    Engin dren-göt
•    Sléttir fletir

Vis knapper
Skjul knapper